Nýja Bond-lagið frumflutt

Billie Eilish.
Billie Eilish. Skjáskot/Yotube

Titillag nýjustu James Bond-kvikmyndarinnar, No Time To Die, var gert opinbert nú á miðnætti. Tónlistarkonunni Billie Eilish var falið það verkefni að semja lagið en hún er sú yngsta fram að þessu til að eiga heiðurinn af titillagi Bond-kvikmyndar. 

Eilish er aðeins 18 ára en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn á síðustu árum og fór meðal annars heim með fimm verðlaun af Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar síðastliðnum. 

Á miðnætti var stikla úr kvikmyndinni einnig birt þar sem lag Eilish hljómar undir. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.