Martröð fyrir geðheilsuna

Harry Bretaprins og Meghan Markle.
Harry Bretaprins og Meghan Markle. AFP

Thomas Markle yngri, hálfbróður Meghan hertogaynju, hefur gengið illa að fóta sig í lífinu síðan systir hans kynntist Harry Bretaprins. Í nýju viðtali við The Sun kennir Thomas Markle yngri henni um allt sem illa hefur farið í lífi sínu. 

Markle yngri segir hann hafa misst vinnu vegna systur sinnar og íhugar að skipta um nafn. Markle yngri er nú heimilislaus og er hann þreyttur á að heyra um ný góðgerðarmál systur sinnar. Hefði hann ekkert á móti því að systir hans hjálpaði sér. 

„Að vera tengdur Meghan hefur næstum því eyðilagt mig. Ég er heimilislaus og gæti búið undir brú með pappaspjald betlandi peninga. Mamma hefur til allrar hamingju tekið mig inn á sig. Þetta hefur verið algjör martröð fyrir geðheilsuna alveg síðan Meghan byrjaði með Harry.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.