Krónprinsinn á spítala

Mary og Friðrik krónprins.
Mary og Friðrik krónprins. AFP

Friðrik krónprins Danmerkur gekkst undir minni háttar aðgerð á spítala í Danmörku í gær að því fram kemur á heimasíðu dönsku konungsfjölskyldunnar. Prinsinn meiddi sig á vinstri öxl þegar hann var í skíðafríi í síðustu viku. 

Í tilkynningunni kemur fram að Friðrik hafi verið í Sviss þegar óhappið átti sér stað en aðgerðin var gerð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Aðgerðin var einföld og gekk samkvæmt áætlun. Axlarmeiðslin hafa ekki áhrif á störf Friðriks. 

Fjallað er um meiðslin í dönskum miðlum og rifjaðar upp allar þær aðgerðir sem prinsinn hefur gengist undir. Er það meðal annars rifjað upp þegar prinsinn sem er nú 52 ára lenti í trampólínslysi árið 2016. Átti slysið sér stað í leikfimissal þar sem Friðrik var í einkaerindum og þurfti hann að ganga með hálskraga margar vikur eftir á.

Á vef Ekstra Bladet gagnrýnir konunglegur spekúlant áhættusama hegðun Friðriks sem þurfi að fara varlega í ljósi stöðu hans. Segir hann Friðrik meiða sig aftur og aftur og um sé að ræða mann sem geti ekki meðtekið góð ráð, hlustað og slakað á. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.