Gagnrýnd fyrir afmæliskveðju til prinsins

Andrés er sextugur í dag.
Andrés er sextugur í dag. AFP

Breska konungsfjölskyldan sendi afmæliskveðju til Andrésar Bretaprins á öllum helstu samfélagsmiðlum í dag. Ekki eru allir ánægðir með kveðjuna til prinsins í ljósi tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Andrés Bretaprins varð 60 ára í dag og eins og kemur fram í kveðju Buckingham-hallar á samfélagsmiðlum var hann fyrsta barnið í 102 ár sem fæddist ríkjandi drottningu eða konungi.

Á Facebook hefur fólk látið í ljós óánægju sína með því að gera reiðan kall á færsluna en einnig í athugasemdakerfinu. Fleiri hafa þó líkað við færsluna og einhverjir jafnvel smellt hamingjuóskum í athugasemdir. 

Andstaða kom upp í Bretlandi fyrr á árinu þegar skrifstofa ríkisstjórnar Borisar Johnson sendi tölvupóst til sveitarfélaga í landinu til þess að minna á að flagga þjóðfánanum á afmælisdegi prinsins. Seinna var það gefið út að sveitarfélög væru ekki skyldug til þess að flagga fánanum á afmælisdegi hans, líkt og á afmælisdögum annarra ættingja konungsfjölskyldunnar, þar sem Andrés hefur tekið sér hlé frá því að sinna konunglegum skyldum sínum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.