Mega ekki nota konunglega titilinn í markaðssetningu

Drottningin vill ekki að Meghan og Harry noti konunglegan titil …
Drottningin vill ekki að Meghan og Harry noti konunglegan titil í markaðssetningu sinni. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle mega ekki nota konunglegan titil sinn við markaðssetningu á samfélagsmiðlum eða annars staðar. Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur Elísabet Englandsdrottning sett þeim stólinn fyrir dyrnar og bannað þeim það. 

Samfélagsmiðlar þeirra hjóna sem og vefsíða þeirra bera nafnið „Sussex Royal“ og samkvæmt fjölda heimilda hafa þau reynt að fá alþjóðlegt einkaleyfi á því nafni. 

Harry og Meghan sögðu sig frá konunglegum skyldum í janúar á þessu ári og hafa dvalið í Kanada og Bandaríkjunum síðan. Drottningunni finnst óviðeigandi að þau markaðssetji sig undir konunglegum formerkjum eftir að þau ákváðu að hætta að standa undir þeim skyldum sem konungbornu fólki ber að sinna. 

Í dag, miðvikudag, er nafn þeirra á Instagram enn „Sussex Royal“ og þar vísa þau einnig á vefsíðu sína, sussexroyal.com.

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div><p><a href="https://www.instagram.com/p/B8MjqZQpfba/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">To all of our Kiwi followers, sending our very best to each of you on Waitangi Day! 🇳🇿 • As a commonwealth country and a realm, today we honour the spirit and diversity of New Zealand, and we feel particularly reminded of the special time we had there during our tour in 2018. • The Duke and Duchess send their best wishes to all the people of New Zealand. I tēnei rā, ka tuku mihi maioha te Tiuka me te Tāhihi ki ngā iwi katoa o Aotearoa. Image © PA / High Commissioner</a></p><p>A post shared by <a href="https://www.instagram.com/sussexroyal/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank"> The Duke and Duchess of Sussex</a> (@sussexroyal) on Feb 5, 2020 at 11:02am PST</p>

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.