Harry og Meghan láta af störfum 31. mars

Harry og Meghan munu láta af störfum 31. mars.
Harry og Meghan munu láta af störfum 31. mars. AFP

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu formlega láta af störfum sem konungsfólk 31. mars að því er fram kemur í frétt BBC

Þau munu ekki lengur sinna störfum fyrir drottninguna en fyrirkomulagið verður endurskoðað að 12 mánuðum liðnum. 

Fyrr á þessu ári tilkynntu hjónin að þau myndu leggja af konunglegum skyldum sínum og stíga til hliðar. Þau hafa dvalið í Kanada og Bandaríkjunum síðan þá en munu snúa aftur til Bretlands í lok mánaðar. 

Meghan og Harry munu koma til með að eyða tíma bæði í Bretland og Norður-Ameríku að því er fram kemur í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni. Þau munu koma til með að mæta á sex viðburði í Bretlandi í febrúar og mars. 

Einnig er gert ráð fyrir því að Harry muni vera viðstaddur Londonarmaraþonið í apríl en hann er konunglegur verndari hlaupsins. 

Þau munu ekki missa konunglega titla sína formlega en munu ekki nota þá. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.