Þekkir þú mæðgurnar í sundur?

Rumer Willis og Demi Moore.
Rumer Willis og Demi Moore. AFP

Leikkonan Demi Moore og elsta dóttir hennar, hin 31 árs gamla Rumer Willis, verja miklum tíma saman þessa dagana. Willis er elst af þremur dætrum Moore og er töluverður svipur með þeim mæðgum. 

Mæðgurnar mættu saman í veislu Vanity Fair eftir Óskarsverðlaunahátíðina í byrjun febrúar. Voru þær mæðgur mjög líkar og virtust ekki vera 26 ár á milli þeirra.

Rumer Willis og Demi Moore í veislu Vanity Fair 10. …
Rumer Willis og Demi Moore í veislu Vanity Fair 10. febrúar. AFP

Þær mættu einnig saman á tískusýningu Tom Ford 7. febrúar. 

Rumer Willis og Demi Moore á tískusýningu Tom Ford.
Rumer Willis og Demi Moore á tískusýningu Tom Ford. AFP

Á Valentínusardaginn 14. febrúar birti Moore mynd af sér og dætrum sínum þremur á Instagram. Þar má sjá Rumer, Scout og Talluluh Willis með móður sinni. Er sú yngsta, Tallulah, ekki með dökkt hár eins og hinar konurnar í fjölskyldunni og sker sig aðeins úr.  

View this post on Instagram

My forever valentines 💘

A post shared by Demi Moore (@demimoore) on Feb 14, 2020 at 7:40am PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.