Sjáðu Noomi Rapace tala íslensku við Loga

Fyrsti gesturinn í nýjustu þáttaröðinni Með Loga kemur beint úr Hollywood þar sem hún hefur gert garðinn frægan í tugum kvikmynda. Noomi Rapace er sænsk en rætur hennar liggja líka hingað til Íslands, alla leið í sveitina á Flúðum. Þar bjó hún með móður sinni og íslenskum stjúpföður og eignaðist dásamlegar minningar sem hún rifjar upp, á íslensku, með Loga í einlægu viðtali.

Í skugga hrafnsins var fyrsta myndin sem Noomi Rapace lék í, þá aðeins 7 ára gömul og þá ákvað hún að hún vildi verða leikkona. Hún varð síðar heimsfræg fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í Millennium-kvikmyndaþríleiknum sem er byggður á metsölubókum Stieg Larsson. Í dag er hún ein helsta kvikmyndastjarna Svía og hefur leikið í tugum kvikmynda með mörgum af þekktustu leikurum heims og hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna. 

Nú sest hún í stólinn hjá Loga Bergmanni Eiðssyni sem fyrsti gestur hans í nýrri þáttaröð Með Loga. Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudag en er einnig sýndur í opinni dagskrá kl 20.10.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn hentar vel til hugleiðslu. Þér hættir til að fresta hlutum, æfðu þig í að hætta því. Grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn hentar vel til hugleiðslu. Þér hættir til að fresta hlutum, æfðu þig í að hætta því. Grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn.