Fræga fólkið minnist Ragga Bjarna

Raggi Bjarna kom þjóðinni alltaf í gott skap með einlægni …
Raggi Bjarna kom þjóðinni alltaf í gott skap með einlægni og fallegum söng. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og hann var kallaður, var einn ástsælasti söngvari landsins og þjóðargersemi en hann féll frá í nótt. Fræga fólkið minnist hans með hlýhug enda þótti öllum vænt um Ragga sem söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar. 

Raggi Bjarna og Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Raggi Bjarna og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Óskar segir að Raggi hafi verið mikil fyrirmynd og hafi stutt hann í öldugangi lífsins. 

Tónlistarmaðurinn Einar Scheving minnist Ragga á fallegan hátt og þakkar fyrir hvað hann hafi gert fyrir þjóðina. 

Stefán Eiríksson nýráðinn Útvarpsstjóri deilir þessu lagi með Ragga Bjarna. 

„Blessuð sé minning þessa frábæra listamanns,“ segir Stefán. 

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.

„Elsku Raggi, takk fyrir alla tónlistina þína ❤️ hvíl í friði meistari og fyrirmynd okkar allra. Sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur,“ segir Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður.

Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður.
Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður.

Þorsteinn Guðmundsson leikari minnist Ragga Bjarna með hlýhug. 

Söngkonan Salka Sól minnist Ragga Bjarna með hlýhug en þau kynntust óvænt fyrir nokkrum árum eða þegar hún var að hefja söngferil sinn. 

Heiðar Austmann útvarpsstjarna á K100 minnist Ragga Bjarna og segir hann vera einn af Íslands dáðustu sonum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem fljúga í gegnum hugaann. Sannleikurinn er oft sagna bestur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Skyndilega hefurðu þörf fyrir að tjá þig, og vilt helst ræða allar tilfinngar sem fljúga í gegnum hugaann. Sannleikurinn er oft sagna bestur.