Mun Bachelorinn enda með framleiðanda?

Peter Weber og framleiðandinn Julie LaPlaca. Hún birti þessa mynd …
Peter Weber og framleiðandinn Julie LaPlaca. Hún birti þessa mynd á Instagram 7. desember. Skjáskot/Instagram

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að piparsveinninn Peter Weber muni ekki enda með þátttakanda í The Bachelor heldur muni hann enda með einum framleiðenda þáttanna, Julie LaPlaca. 

Það veit enginn hvernig nýjasta þáttaröðin af The Bachelor, eða Piparsveininum, mun enda en framleiðendur þáttanna hafa gefið út að þessi sería sé ólík öllum öðrum sem hafa verið framleiddar.

Einhverjir ættu að kannast við Bachelor-þættina en nú stendur 24. serían af þáttunum yfir. Í stuttu máli er einstaklega myndarlegur piparsveinn í ástarleit valinn. Síðan keppast 30 konur um að heilla hann upp úr skónum og ef allt gengur að óskum finnur hann framtíðareiginkonu sína í þáttunum. Í hverjum þætti velur piparsveinninn nokkrar konur til að senda heim.

Nú eru aðeins þrjár konur eftir í þáttunum. Weber virðist einstaklega hrifinn af öllum þremur og hefur gefið það út að hann sé ástfanginn af þremur konum. Enginn veit þó hvort framleiðandinn LaPlaca sé ein af þeim konum. 

Weber og LaPlaca hafa eytt miklum tíma saman við gerð þáttanna og því óneitanlega kynnst vel. Samsæriskenningasmiðir hafa teiknað upp tímalínu yfir samband þeirra tveggja og notað samfélagsmiðla til þess að byggja kenningar sínar á. Í myndbandinu hér fyrir neðan má til dæmis sjá LaPlaca í myndbandi Webers.

Enginn sem stendur að þáttunum hefur staðfest sögusagnirnar né neitað þeim. Viðtal við kynni þáttanna, Chris Harrison, hefur kynt undir þessum sögusögnum þar sem hann segir að Weber og LaPlace eigi náið samband. 

„Þetta er náið samband. Þegar maður eyðir svona miklum tíma saman tengist maður. Stundum verða línurnar óskýrar,“ sagði Harrison í viðtali við Access á dögunum. 

Hann bætti við að eina regla þáttanna sé að piparsveinninn hafi gott tækifæri til að finna ástina. „Ef eitthvað kemur í veg fyrir það myndum við grípa inn í,“ sagði Harrison.

Þrír þættir eru eftir af seríunni og mun það ekki koma í ljós fyrr en í lokaþættinum, sem sýndur verður 9. mars, hvaða kona verður fyrir valinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.