Sigurvegarinn aðstoðar við frágang

Daði Freyr aðstoðar starfsmenn RÚV við frágang eftir keppnina.
Daði Freyr aðstoðar starfsmenn RÚV við frágang eftir keppnina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði Freyr Pétursson, sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins 2020, fagnaði vel eftir að ljóst varð að hljómsveitin hans með lagið Think about things verður framlag Íslands í Eurovision í ár.

Hann var þó ekki lengi í draumaheimi, því hann var fljótlega kominn baksviðs til að ganga frá og þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði var hann að aðstoða starfsmenn útsendingar RÚV við frágang eftir keppnina, en á meðfylgjandi mynd má sjá söngvarann aðstoða við að flytja kæli.

Daði sagðist fyrr í kvöld ætla að fagna sigrinum með sínum nánustu, en hann ætlar svo fljótlega aftur til Berlínar í Þýskalandi þar sem hann er búsettur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Færni þín til að heilla aðra í dag er mikil. Samstarf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til og látið ljós þitt skína.