Harry og Meghan mættu eins og kvikmyndastjörnur

Harry Bretaprins og Meghan.
Harry Bretaprins og Meghan. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja sneru aftur á opinberum viðburði konungsfjölskyldunnar í gær. Harry og Meghan hafa ekki komið opinberlega fram saman í Bretlandi síðan í byrjun janúar þegar þau tilkynntu að þau ætluðu segja sig frá konunglegum skyldum sínum. 

Það var rigning í London í gær þegar hjónin gengu inn á verðlaunaafhendingu Endeavour-sjóðsins. Ljósmyndirnar af þeim eru hreint út stórkostlegar en rigningin og ljósin frá blaðaljósmyndurum létu andartökin líta út eins og klippt út úr Hollywood-kvikmynd. Meghan var í kjól frá Victoriu Beckham og Harry var með bindi í stíl við kjól hennar.

Þetta er fyrsti viðburðurinn af nokkrum sem Harry og Meghan munu vera viðstödd á næstu vikum. Þau ljúka formlega störfum fyrir konungsfjölskylduna 31. mars. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru ekki á viðburðinum í gær en þau eru í heimsókn á Írlandi. Þeir bræður og eiginkonur þeirra munu hins vegar að öllum líkindum koma opinberlega fram eftir helgi. 

Myndirnar eru frekar magnaðar.
Myndirnar eru frekar magnaðar. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Seinni partinn skeður eitthvað skrýtið og skemmtilegt.