Kamilla mun ekki fá drottningartitilinn

Kamilla fær ekki drottningartitil.
Kamilla fær ekki drottningartitil. AFP

Kamilla hertogaynja af Cornwall mun ekki fá drottningartitilinn þegar eiginmaður hennar, Karl Bretaprins, tekur við bresku krúnunni af móður sinni. Þetta staðfesti skrifstofa Clarence House nú í byrjun mars. 

Karl mun taka við krúnunni af móður sinni, Elísabetu Englandsdrottningu, þegar hún ákveður að setjast í helgan stein eða þegar hún fellur frá. Þá mun hann fá titilinn konungur. Alla jafna myndi Kamilla fá titilinn „queen consort“ eða eiginkona konungs.

Það var tilkynnt að Kamilla myndi ekki fá þennan titil þegar Karl og Kamilla gengu í hjónaband. Titill hennar verður heldur „princess consort“ sem mætti þýða sem eiginkona prins. 

Karl var áður kvæntur Díönu prinsessu. Þau skildu árið 1996 og níu árum síðar kvæntist Karl Kamillu. Þá hefði Kamilla átt að taka við prinsessutitlinum sem Díana hélt áður. Hún fékk hins vegar titilinn hertogaynja af Cornwall, en einn af titlum Karls er hertoginn af Cornwall. 

Engin nákvæm ástæða hefur verið gefin út fyrir að Kamilla muni ekki fá þennan titil en líklegt þykir að almenningsálitið spili þar inn í. Breska þjóðin hefur verið lengi að taka hana í sátt eftir fráfall Díönu prinsessu. 

Katrín hertogaynja af Cambrigde, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, elsta sonar Karls Bretaprins, mun hins vegar að öllum líkindum fá drottningartitilinn þegar Vilhjálmur tekur við sem konungur af föður sínum í framtíðinni.

Karl Bretaprins og Kamilla, her­togaynj­an af Cornwall.
Karl Bretaprins og Kamilla, her­togaynj­an af Cornwall. Ljósmynd/Twitter
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.