Hundar björguðu lífi bróður Katrínar hertogaynju

James Middleton ásamt systur sinni Pippu Matthews. Systir þeirra, Katrín …
James Middleton ásamt systur sinni Pippu Matthews. Systir þeirra, Katrín hertogaynja, er gift Vilhjálmi Bretaprinsi. AFP

James Middleton, bróðir Katrínar hertogaynju, á fleiri hunda en margir aðrir en hundarnir hjálpuðu honum að komast upp úr djúpum dölum. Middleton sem hefur áður opnað sig um þunglyndi sitt greindi frá því í breskum sjónvarpsþætti að hundarnir hans hefðu bjargað lífi hans. 

Middleton segir hunda vera sér ótrúlega mikilvæga. Segir hann hunda ótrúlega félaga og geta stundum gert meira gagn en mannfólkið. 

„Ég held að án hundanna minna hefði ég ekki sjálfstraustið til þess að tala hérna núna. Svo ég gæti jafnvel gengið svo langt og sagt hunda hafa bjargað lífi mínu,“ sagði Middleton. 

Middleton lýsti þunglyndi sínu fyrir ári. Lýsti hann 12 mánaða hnignun á andlegri líðan sinni og sagði að stór hluti ársins 2017 hefði liðið hjá í þoku. 

„Á dag­inn drattaðist ég á fæt­ur og fór í vinn­una, stóð þar með líf­laus augu á tölvu­skjá­inn minn, vonaði að klukk­an myndi tifa svo ég gæti keyrt heim aft­ur. Lam­andi deyfð heltók mig. Ég gat ekki svarað ein­föld­ustu skila­boðum svo ég opnaði ekki tölvu­póst­inn minn. 

Ég gat ekki átt í sam­skipt­um, ekki einu sinni við þá sem ég elskaði mest: fjöl­skyldu mína og nána vini,“ sagði Middleton meðal annars í fyrra. 

James Middleton með mági sínum Vilhjálmi Bretaprinsi.
James Middleton með mági sínum Vilhjálmi Bretaprinsi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.