Bræður sameinaðir á síðasta viðburði Harry og Meghan

Harry og Meghan sátu fyrir aftan Vilhjálm og Katrínu.
Harry og Meghan sátu fyrir aftan Vilhjálm og Katrínu. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins komu fram saman í fyrsta skipti á opinberum viðburði síðan sá síðarnefndi og eiginkona hans Megan hertogaynja tilkynntu að þau ætluðu að hætta störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þetta er jafnframt síðasti opinberi viðburðurinn sem Harry og Meghan mæta á sem meðlimir konungsfjölskyldunnar. 

Hjónin tvenn, Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan komu í sitthvoru lagi á viðburðinn í Westminister Abbey í dag. Vegna breytinga á síðustu stundu voru þau leidd beint í sæti sín í stað þess að bíða eftir drottningunni eins og fyrir athöfnina árið 2019. Karl Bretaprins, faðir þeirra Vilhjálms og Harry, mætti einnig á viðburðinn ásamt eiginkonu sinni Kamillu. 

Auk konungsfjölskyldunnar mætti fjöldi breskra stjórnmálamanna, þar á meðal Boris Johnson ásamt unnustu sinni Carrie Symonds og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.

Í byrjun janúar tilkynntu Meghan og Harry að þau ætluðu sér að stíga til hliðar sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar. Þau hafa dvalið í Kanada síðan í janúar en þau hyggjast flytja til Kanada eða Bandaríkjanna þegar fram líða stundir. Gert er ráð fyrir að þau fari aftur til Kanada að lokinni athöfn en sonur þeirra, Archie, hefur dvalið þar á meðan á Bretlandsför Harry og Meghan stendur. 

Harry og Meghan láta formlega af störfum 31. mars næstkomandi og munu eftir það ekki halda konunglegum titlum sínum. Harry hefur einnig beðið um að hann verið bara kallaður Harry, en ekki Harry Bretaprins.

Harry og Meghan munu ekki láta af hendi hús sitt, Frogmore Cottage í Bretlandi, enn um sinn og munu þau dvelja þar í heimsóknum sínum til Bretlands í framtíðinni. 

Meghan brosti til áhorfenda fyrir utan Westminister Abbey.
Meghan brosti til áhorfenda fyrir utan Westminister Abbey. AFP
Harry og Meghan ganga inn.
Harry og Meghan ganga inn. AFP
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja komu stuttu á eftir Harry …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja komu stuttu á eftir Harry og Meghan. AFP
AFP
Elísabet Drottning.
Elísabet Drottning. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.