Drottningin frestar viðburðum og heldur til Windsor

Drottningin vinkar bless og heldur til Windsor.
Drottningin vinkar bless og heldur til Windsor. AFP

Elísabet Englandsdrottning hefur frestað opinberum viðburðum á næstu vikum og heldur frá Buckinghamhöll til Windsor hinn 19. mars næstkomandi. 

Í tilkynningu frá höllinni kemur fram að unnið sé að því að breyta dagskrá drottningarinnar næstu vikurnar. Hún mun taka á móti gestum í þessari viku, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra. Í öryggisskyni mun hún hins vegar ekki koma fram á opinberum viðburðum í óákveðinn tíma. Staðan verður endurmetin reglulega samhliða fréttaflutningi. 

Elísabet drottning fer viku fyrr en áætlað var til Windsor, 19. mars í stað 26. mars, og mun eyða páskunum þar. Tekin verður ákvörðun eftir páska um hvort hún muni dveljast þar áfram. Árlegum viðburðum í Buckinghamhöll í maí hefur verið aflýst þetta árið og eru þeir gestir sem búið var að bjóða á viðburðina beðnir að koma heldur að ári liðnu. 

Smituðum hefur fjölgað hratt á Bretlandi á síðustu dögum en í dag voru greind 407 ný smit. Heildarfjöldi smitaðra á Bretlandi er því 1.950 og 56 hafa látist vegna veirunnar. 

Opinberum viðburðum annarra meðlima í konungsfjölskyldunni verður einnig frestað eða aflýst vegna útbreiðslu veirunnar. 

Drottningin mun dvelja í Windsor yfir páskana.
Drottningin mun dvelja í Windsor yfir páskana. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.