Kórónuveiran drepur Playboy-blöðin

Playboy hættir að koma út í prentútgáfu.
Playboy hættir að koma út í prentútgáfu. AFP

Playboy-tímaritið mun hætta að koma út á prenti frá og með næstu viku. Næsta tölublað, sem kemur út í næstu viku, verður það síðasta sem gefið verður út á prenti. Playboy mun alfarið færa sig yfir á netið og birta efni á hverjum degi í stað þess að koma út á þriggja mánaða fresti.

Í tilkynningu á Medium segir framkvæmdarstjóri Plaboy Enterprises, Ben Kohn, að þessi ákvörðun hafi lengi verið inni á borðinu en vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hafi hún verið tekin með hraði núna. 

„Kórónuveirufaraldurinn hefur mikil áhrif á efnisframleiðslu Playboy og við neyddumst til að ljúka samræðum sem við höfum átt hér innanhúss. Spurningin var hvernig við gætum breytt prentútgáfu okkar í Bandaríkjunum svo hún falli betur að lesendum okkar í dag og hvernig við getum átt í menningarlegum samskipum á hverjum degi heldur en á þriggja mánaða fresti,“ segir Kohn í tilkynningunni. 

„Við munum færa okkur yfir í rafræna útgáfu fyrst og fremst og birtum allt okkar efni úr Playboy Interview, 20Q, Playboy Advisor og að sjálfsögðu myndaþætti,“ segir Kohn. 

Playboy-tímaritið var stofnað af Hugh Hefner árið 1953 í Bandaríkjunum og hefur síðan orðið alþjóðlegt vörumerki. 

Marilyn Monroe prýddi fyrstu forsíðu tímaritsins.
Marilyn Monroe prýddi fyrstu forsíðu tímaritsins. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.