Páll Óskar varar við tölvuþrjótum

Páll Óskar.
Páll Óskar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson varar við instagram-aðganginum palloskar00 á samfélagsmiðlum í dag. Páll Óskar segir aðganginn vera gervi og ekki á sínum vegum. Tölvuþrjótar hafa sent fylgjendum hans skilaboð með aðganginum.

Páll Óskar birtir skilaboð sem send voru frá aðganginum palloskar00. Íslenskan er léleg og virðist sem aðilinn hafi notað þýðingarforritið Google Translate til þess að skrifa textann. Páll Óskar segist jafnframt ekki senda svona skilaboð og hvetur fólk til þess að fara varlega á netinu. 

„VARÚÐ! Feik prófíll. Einhver sem kallar sig palloskar00 er að senda fylgjendum mínum á Insta og Facebook svona skilaboð. Þetta er langt frá því að vera skilaboð frá mér. Auðséð ritað með Google translate. Muna, aldrei að láta plata sig á annarlegar heimasíður, sér í lagi þegar orðavalið er næstum óskiljanlegt. Kv. Palli (alvöru),“ skrifar Páll Óskar á instagramsíðu sína. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.