Bandmenn blása til tónleika í kvöld

Hljómsveitin Bandmenn.
Hljómsveitin Bandmenn. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Bandmenn blæs til tónleika í kvöld, föstudagskvöldið 20. mars. Þetta verður þó ekki eins og hefðbundið Bandmanna-ball enda samkomubann í gildi. 

Tónleikunum verður streymt beint á facebooksíðu Bandmanna klukkan 21 og því verða engir áhorfendur á tökustað. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Luxor tækjaleigu. Nánari upplýsingar má finna á facebookviðburði Bandmanna.

Með þessu vilja Bandmenn senda frá sér góða stauma út í samfélagið til allra þeirra sem eru að glíma við veikindi, í sóttkví og til heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur mjög óeingjarnt starf í þágu almennings. 

Samkomubann og kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á listafólk um allan heim. Í viðtali við mbl.is fyrr í mánuðinum sagði Hörður Bjarkason, liðsmaður Bandmanna, að hljómsveitin hafi orðið fyrir miklum tekjumissi vegna afbókana. Þeir voru bókaðir á viðburði allar helgarnar í marsmánuði en flestum þeirra var aflýst.  

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.