Bergur og Tinna gefa fólki í sóttkví spil

Hjónin Bergur og Tinna láta gott af sér leiða.
Hjónin Bergur og Tinna láta gott af sér leiða. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Bergur Hallgrímsson og Tinna Finnbogadóttir sem gáfu út spilið Sjónarspil árið 2018 hafa ákveðið að gefa öllum sem sitja heima í sóttkví eintak af spilinu. Undanfarnar tvær vikur hafa þau Bergur og Tinna gefið spil og ætla halda því áfram. Bergur segir þau hjónin vilja láta gott af sér leiða á erfiðum tímum. 

Spilið var eitt mest selda spilið jólin 2018. Markmið hjá okkur var samt aldrei að græða eitthvað á þessu heldur bara athuga hvort við gætum framkvæmt eitthvað skemmtilegt án þess að tapa öllu sparifénu sem við lögðum út, það tókst,“ segir Bergur. 

„Við eigum enn nokkur spil eftir og okkur langaði að leggja okkar af mörkum á þessum skrítnum tímum, og höfum því verið að gefa spil seinustu tvær vikurnar. Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Bergur og bendir á að Facebook-síðu spilsins. Þar má sjá leiðbeiningar um hvernig má nálgast má spilið en einnig athugasemdir frá ánægðum spilavinum. Edda Björgvins leikkona er meðal þeirra sem skrifa athugasemd á Facebook og segir að spilið hafi aldeilis stytt henni stundir. 

Bergur og Tinna hafa sjálf fundið fyrir breyttu ástandi í þjóðfélaginu en Bergur segir þau vera heppin að geta unnið að heiman. Bergur mætir aðra hvora viku í vinnu en Tinna vinnur alfarið heima. Þau hjónin eiga síðan fjögurra ára gamlan strák sem getur aðeins mætt í leikskóla annan hvern dag. 

„Við sýnum því fullan skilning og það hefur lítil áhrif á okkur. Við erum heppin og höfum sveigjanlega vinnutíma og mjög gott stuðningsnet í kringum okkur. Það er okkar upplifun að allir vita að samfélagið þarf að leggjast á eitt til að láta þetta ganga. Lífið hjá okkur gengur því bara nokkuð eðlilega, miðað við allt sem er í gangi.“

Sjálf hafa þau ekki lent í sóttkví en þekkja til fólks sem hefur þurft að fara í sóttkví. Bergur leggur áherslu á að fólk sýni samfélagslega ábyrgð og fylgi leiðbeiningum. Segir hann að þeim hjónum finnist magnað að sjá hversu máttugir Íslendingar eru þegar þeir standa saman. 

Fyrir þær fjölskyldur sem sitja heima í sóttkví er þó tilvalið að slökkva á tölvum og sjónvarpi og draga fram spil og jafnvel nálgast spil þeirra Bergs og Tinnu frítt. 

„Íslendingar eru spila- og sagnaþjóð og það hafa flest allir góðar minningar að draga fram spil með fjölskyldunni. Nú þegar fólk er fast heima þá langaði okkur að leggja okkar lóð á vogaskálina og reyna hjálpa fólki, sem er fast heima, að stytta sér stundir. Okkur fannst því tilvalið að gefa spil sem við áttum aukalega.“

Á Facebook-síðu Sjónarspilsins má finna upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast spilið. „Þeir sem eru í sóttkví þurfa bara að biðja vin um að koma og sækja spilið, það er ekkert flóknara en það,“ segir Bergur.

Búið er að raða upp spilunum úti.
Búið er að raða upp spilunum úti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.