Gerði lítið úr kórónuveiruheimsfaraldrinum

Evangeline Lilly ætlar ekki að vera heima hjá sér.
Evangeline Lilly ætlar ekki að vera heima hjá sér. skjáskot/Instagram

Leikkonan Evangeline Lilly gerði lítið úr kórónuveiruheimsfaraldrinum á Instagram-síðu sinni í gær. Hún neitar að fara í sjálfskipaða sóttkví þrátt fyrir að búa með krabbameinsveikum föður sínum. 

Lilly hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að gera lítið úr alvarleika faraldursins og segja margir hana vera óábyrga. Hún birti mynd af tebolla á Instagram og sagðist vera nýbúin að skutla börnum sínum á fimleikaæfingu. Hún bætti við að þau höguðu lífi sínu eðlilega þessa dagana.

„Ég bý með föður mínum sem er með hvítblæði á fjórða stigi. Ónæmiskerfi mitt er líka skaddað í dag. Ég á tvö ung börn. Sumum finnst líf sitt dýrmætara en frelsi sitt, sumum finnst frelsið dýrmætara en líf sitt. Við tökum okkar eigin ákvarðanir,“ skrifaði Lilly í athugasemdakerfið. 

Í athugasemdakerfinu sagði Lilly að kórónuveiran væri bara eins og öndunarfæraflensa. Í annarri athugasemd sagði hún að bandarísk stjórnvöld væru að bregðast of hart við.

Lilly dregur þá ályktun að kórónuveiruheimsfaraldurinn sé samsæri til að svipta fólk frelsi sínu og segir að „á hverju kosningaári komi eitthvað svona upp“.

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, tilkynnti harðari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í gær. Útgöngubann er í öllu ríkinu en fólk sem sinnir samfélagslega mikilvægum störfum fær leyfi til að sinna sinni vinnu. Annars er fólk hvatt til að halda sig heima og fara aðeins út til að sækja matvörur og lyf.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.