Halda jólakvikmyndamaraþon um helgina

Hvernig væri að skella nokkrum jólamyndum í tækið um helgina?
Hvernig væri að skella nokkrum jólamyndum í tækið um helgina? mbl.is/Golli

Það er vissulega mars núna og níu mánuðir í jólin. Það stoppar þó ekki sjónvarpsstöðina Hallmark Channel í Bandaríkjunum sem ætlar að hafa jólakvikmyndamaraþon um helgina.

Veislan hefst í dag með kvikmyndinni A Christmas Detour og lýkur á sunnudaginn með kvikmyndinni Christmas in Rome.

Mörg kvikmyndaver og streymisveitur hafa nýtt tækifærið á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn breiðist út og bætt úrval á veitum sínum. Teiknimyndin Frozen 2 er til dæmis aðgengileg á streymisveitunni Disney+ þremur mánuðum fyrr en áætlað var.

Kvikmyndir sem frumsýndar voru á síðustu mánuðum verða aðgengilegar á streymisveitum og netvídeóleigum mun fyrr en áætlað var. DC Comics-kvikmyndin Birds of Prey sem frumsýnd var fyrr á árinu verður aðgengileg á mánudaginn og sömuleiðis The Invisible Man og Emma.

Í Bretlandi hefur BBC tilkynnt að þáttaraðir á borð við Spooks, The Missing og Waking The Dead verði aftur aðgengilegar í iPlayer. 

Hér heima á Íslandi hefur RÚV aukið framboð í spilara sínum og Stöð 2 Maraþon boðið ódýrari áskrift. 

Logi Bergmann og Siggi Gunnars, stjórnendur Síðdegisþáttarins á K100, tóku saman þáttaraðir sem þeir mæla með að hámhorfa ef lesendur og hlustendur skyldu vera fastir í sóttkví.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.