Lag Daða ekki gjaldgengt að ári

Daði og Gagnamagnið áttu að fara til Rotterdam í maí.
Daði og Gagnamagnið áttu að fara til Rotterdam í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagið sem kom sá og sigraði í Söngvakeppni sjónvarpsins þetta árið, Think About Things með Daða og Gagnamagninu, verður ekki gjaldgengt í Eurovision á næsta ári.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynnti í kvöld að ákvörðun hefði verið tekin um að lögin sem valin höfðu verið til þátttöku í keppninni í ár verði ekki gjaldgeng í keppnina sem haldin verður á næsta ári.

Þó stendur til að heiðra lögin og er það til skoðunar að halda viðburð sem gæti á einhvern hátt komið í stað keppninnar sem fara átti fram í Rotterdam í Hollandi í maí.

Tilkynning Eurovision

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.