Þorgrímur lærir á gítar í samkomubanninu

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og íþróttastjarna, hefur lítið að gera þessa dagana. Hann átti að vera í vinnu með íslenska landsliðinu en það er ekkert að spila þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Svo átti hann líka að vera fararstjóri á Spáni með hópi af fólki en því var slaufað vegna veirunnar. Hann dó þó ekki ráðalaus og keypti sér gítar til að létta sér lífið. 

Þorgrímur deildi fyrstu augnablikunum með gítarinn með vinum sínum á internetinu og eins og sjá má þá mun hann líklega fylla Eldborgarsal í Hörpu í lok sumars ef æfingar halda áfram að ganga svona vel. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.