Að varpa ljósi á styrkleika

Olaf de Fleur (í miðið) við tökur á Malevolent ásamt …
Olaf de Fleur (í miðið) við tökur á Malevolent ásamt leikurunum Florence Pugh og James Cosmo.

Olaf de Fleur kvikmyndaleikstjóri býður fólki upp á listræna einkaþjálfun gegnum netið, m.a. á sviði leiklistar, kvikmyndagerðar og handritsgerðar. 

„Mín aðferð er að „ekki kenna“ – heldur spegla sameiginlega áfram til að varpa ljósi á styrkleika og bætingar. Markmið mitt er að deila reynslu minni og mögulega spara þér nokkur spor í þinni ferð. Ég hjálpa þér að auka skilning þinn á listrænni getu og styrkja þann miðil sem þú kýst,“ þannig kemst Olaf de Fleur kvikmyndaleikstjóri að orði en hann býður fólki nú upp á listræna einkaþjálfun, hvort sem er á sviði kvikmyndagerðar, leiklistar, handritsgerðar eða kynningartækni. Þjálfunin snýr einnig að ráðgjöf og samfélagsmiðlum. Um er að ræða einkatíma gegnum netið. Nánari upplýsingar má finna á defleurinc.com.

Olaf de Fleur á að baki margar kvikmyndir, leiknar myndir og heimildarmyndir, svo sem Borgríkismyndirnar, Malevolent, Land míns föður, The Amazing Truth About Queen Raquela, Kurteist fólk og Blindsker. Nýjasta mynd hans, The Amazing Truth about Daddy Green, er væntanleg síðar á þessu ári.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.