Há upphæð í boði fyrir lygasögu um Meghan

Mikið er fjallað um Meghan í breskum slúðurblöðum.
Mikið er fjallað um Meghan í breskum slúðurblöðum. AFP

Bandaríski leikarinn Simon Rex greindi frá því í hlaðvarpsþætti að sér hefði verið boðin há upphæð fyrir að ljúga um samband sitt og Meghan Markle í viðtali. Vildu breskir slúðurmiðlar krydda sögunar um samband Rex og hertogaynjunnar. 

Rex og Meghan kynntust við tökur á sjónvarpsþætti fyrir mörgum árum og sagði Rex þau hafa farið í kjölfarið í hádegismat saman. Hann lýsti fundi þeirra ekki sem stefnumóti. Ekkert gerðist á milli þeirra. Bresk slúðurblöð komust hins vegar á snoðir um vinskap þeirra og vildu búa til sögu um samskipti þeirra.

„Ég sagði nei við fullt af peningum af því ég vildi ekki ljúga,“ sagði Rex í þættinum og sagði upphæðina hafa verið um 70 þúsund bandaríkjadali. Hann sagðist ekki muna hvaða fjölmiðill það var nákvæmlega sem bauð honum peningana. Átti hann að ljúga einhverju í þá áttina að eitthvað meira hefði verið á milli þeirra, sambandið hefði verið alvarlegra.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.