Nýi kærastinn átti unnustu

Angelica Ross var ekki lengi í paradís.
Angelica Ross var ekki lengi í paradís. skjáskot/Twitter

Bandaríska leikkonan Angelica Ross tilkynnti heiminum á dögunum að hún væri komin með kærasta. Ross var ekki lengi í paradís og komst fljótlega að því að nýi kærastinn var tvöfaldur í roðinu. Kærastinn átti bæði unnustu og son sem Ross vissi ekki af. 

Á miðvikudaginn birti Ross, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Pose, myndir af þeim tveimur. Sagðist Ross eiga erfitt með að slíta sig frá kærastanum, svo ástfangin væri hún. 

„Netið er ÓTRÚLEGT. Ég hef verið að tala við barnsmóður hans og unnustu í allan morgun,“ skrifaði Ross daginn eftir ástaryfirlýsinguna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Aðstæður þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og þú koma við þig. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa til? Þín verður freistað með góðu tilboði.