Framdi glæpi og var í neyslu sem unglingur

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Hollywood-leikarinn Mark Wahlberg hefur ekki alltaf átt auðvelda ævi. Leikarinn opnaði sig um neyslu og glæpi á unglingsárunum í viðtali við The Guardian um helgina. Hann var ungur þegar hann komst í kast við lögin og byrjaði snemma að nota fíkniefni. 

Wahlberg ólst upp í fátækrahverfi í Boston með átta eldri systkinum og var strítt af eldri bræðrum. Þegar Wahlberg var 13 ára bauðst honum að vera í frægu strákabandi með bróður sínum Donnie. Wahlberg var aðeins í bandinu í nokkra mánuði en hætti svo, kannski vegna þess hann var kominn í kast við lögin og orðinn háður kókaíni og öðrum efnum. Seinna sló hann í gegn í strákasveitinni Marky Mark and the Funky Bunch og leiklistin fylgdi í kjölfarið. 

„Ég var alltaf í veseni og ég var frekar lítill. Í þeim aðstæðum sem var níðst á mér þurfti ég stundum að verja sjálfan mig,“ sagði Wahlberg um unglingsárin. Wahlberg er ekki stoltur af glæpaferli sínum. Hann fékk meðal annars dóm fyrir að ráðast á víetnamskan búðareiganda undir áhrifum fíkniefna og tala niður til hans. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Wahlberg reynir að gefa af sér og gaf nýlega manni sem hafði verið í fangelsi í 16 ár lítið hlutverk í nýjustu mynd sinni, Spencer Confidential. 

„Hann var í 16 ár í fangelsi. Allt í lagi? Hann komst út og ég gaf honum hlutverk í myndinni. Þetta hefði auðveldlega getað verið mitt líf. Að vera í aðstöðu eins og þessari og hafa ekkert annað — ég gerði vissulega mikið af hræðilegum mistökum og borgaði fyrir þau dýru verði,“ sagði Wahlberg og segir það rangt að halda það að vera með dóm sé eitthvað til að vera stoltur af. Wahlberg náði að snúa við blaðinu með því að breyta aðstæðum sínum, með því að ákveða að vera ekki hluti af genginu. Það var erfitt en það tókst og leggur hann áherslu á að fólk fái annað tækifæri í lífinu rétt eins og hann. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.