Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi?

Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi?
Getur þú samið næsta erindi fyrir Bon Jovi? Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi ætlar að semja lag með heimsbyggðinni um hvernig við tökumst á við kórónuveiru heimsfaraldurinn. Bon Jovi tók upp fyrsta erindið í laginu og biður nú um sögur um hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur á aðdáendur hans.

Hugmyndin að laginu kom til hans þegar hann bauð sig fram sem sjálfboðaliða í JBJ Soul Kitchen. Hann var að vaska upp þegar einhver tók mynd af honum. Hann fékk myndina og birti á Instagram með línunum „If you can't do what you do, do what you can.“

Hér fyrir neðan getur þú hlustað á fyrstu línurnar í lagi Bon Jovi og í athugasemdakerfinu lagt til hugmynd að næsta erindi. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.