Tom Hanks allur að koma til

Tom Hanks og frú eru öll að koma til.
Tom Hanks og frú eru öll að koma til. AFP

Stórleikarinn Tom Hanks segir að hann og eiginkona hans Rita Wilson séu öll að koma til, eftir tvær vikur á spítala og í einangrun með kórónuveiruna. 

„Hey allir, við erum orðin hressari, tveimur vikum eftir að við fundum fyrir fyrstu einkennum,“ skrifar Hanks í færslu sinni á Twitter. 

Leikarinn og eiginkona hans greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu fyrir tveimur vikum en þau voru þar við tökur á ævisögumynd um söngvarann Elvis Presley. Gerð kvikmyndarinnar hefur verið frestað. 

Þau voru lögð inn á spítala og viku seinna fóru þau í einangrun. Hanks hvetur fólk til að hlusta á tilmæli um samkomubann. 

„Sóttkví virkar svona: Þú smitar ekki neinn og þú smitast ekki af neinum. Frekar einfalt, ekki satt?“ skrifar Hanks og bætir við að þetta muni taka sinn tíma en ef við hugsum hvert um annað og hjálpum til eins og við getum munum við sigrast á þessu. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.