Ágústa Eva er tryllt sem ættmóðirin mikla

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson skipa hljómsveitina Sycamore Tree.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson skipa hljómsveitina Sycamore Tree.

Hljómsveitin Sycamore Tree með Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmars í farabroddi var að gefa frá sér lagði Wild Wind. Þetta er fyrsta lagið sem Rick Nowels próduserar fyrir þau en hann hefur próduserað meðal annars fyrir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri.

„Við erum afar ánægð með útkomuna. Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður og fjallar um tengingu okkar við náttúruna og landið. Skilaboð sem eru mikilvæg þessa dagana og eru okkur Ágústu Evu mikilvæg. Við erum enn að fjalla um ástina en aðeins öðruvísi í þetta skiptið og þetta snýr meira að okkur sjálfum og virðingu fyrir sögunni okkar og náttúrunni. Þetta er annað lagið sem við sendum frá okkur af plötunni sem kemur seinna á árinu. Við vildum senda frá okkur vetrarlag og fengum helsta drónasérfræðing landsins, Björn Steinbekk, til að vinna með okkur myndbandið,“ segir Gunni í samtali við mbl.is.

Bjarni Frímann Bjarnason útsetti strengi og lagið og textinn er samvinna Gunna Hilmars og Arnars Guðjónssonar.

„Það er einnig í fyrsta sinn sem að við vinnum með einhverjum utan dúettsins í lagasmíðum og Arnar er einn af okkar allra bestu tónlistarmönnum og var það afar ánægjulegt samstarf. Hann er einn af okkar lykilmönnum þegar við spilum „læf“ enda kallaður hljómsveitarstjórinn hér hjá Sycamore Tree-genginu. Okkur finnst lagið fallegt og kraftmikið og fer Ágústa Eva algerlega á kostum sem „ættjarðarmóðurin“ í laginu. Hún passar upp á landið, miðin og fólkið á fróni,“ segir Gunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.