Söngvari Rammstein úr lífshættu

Hljómleikar þýsku hljómsveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll 16. júní 2001.
Hljómleikar þýsku hljómsveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll 16. júní 2001. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Forsprakki hljómsveitarinnar Rammstein, Till Lindemann, er sagður vera kominn úr lífshættu eftir að hann greindist með kórónuveiruna um miðjan mars. Þýska blaðið Bild greinir frá veikindum söngvarans. 

Hinn 57 ára gamli söngvari er sagður hafa kvartað undan háum hita eftir að hann kom heim eftir tónleika í Moskvu um miðjan mars. Hann var fluttur á spítala í Berlín þar sem hann greindist með kórónuveiruna. 

Lindemann er sagður hafa fengið góða læknisaðstoð, hann var greindur með lungnabólgu og settur í sóttkví. Hann er allur að braggast og er líf hans ekki lengur í hættu að því fram kemur á vef Bild. 

mbl.is

Kórónuveiran

26. maí 2020 kl. 12:57
2
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.