„Ætla að taka í míkrófóninn og fá að syngja“

Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 í …
Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 í kvöld! Ólöf Erla Einarsdóttir

Þjóðargersemin Páll Óskar verður með tónleika á vegum K100 í beinni útsendingu á mbl.is í kvöld. Upphaflega ætlaði Palli að þeyta skífum í hljóðverinu en hann ákvað síðan að breyta til.

„Ég er eiginlega bara búinn að breyta þessu í eins manns tónleika. Ég verð ósköp lítið að þeyta skífum og ætla frekar að taka bara í míkrófóninn og fá að syngja. Ég er búinn að vera að grúska svo mikið, nú þegar maður hefur tækifæri til þess, og ég er búinn að finna svo mikið af gömlum lögum og ætla að prófa að rúlla þessu bara í gegn, sjá hvernig það virkar,“ segir Palli í samtali við mbl.is.

Þjónustuhlutverk listamanna kemur í ljós

„Þetta er það sem maður getur gert núna, úr því að maður getur ekki troðið upp fyrir áhorfendur í bili. Þetta eru svo hress og skemmtileg lög og mörg hver með fallegum boðskap. Gott til þess að fá fólk til að muna eftir því að það átti líf áður en þetta byrjaði,“ segir Palli. 

Á tímum sem þessum sé tilefni til að vera þakklátur fyrir störf ýmiss konar listamanna sem veita þeim sem heima sitja afþreyingu. 

„Ég er sjálfur búinn að vera að drekka í mig alls kyns listaverk annarra listamanna. Allar þessar fallegu bíómyndir og alla þessa geggjuðu tónlist frá öllum heimshornum. Í svona aðstæðum, þar sem þú verður að vera heima hjá þér, kemur í ljós þjónustuhlutverk listamanna. Nú er gott að við séum búin að gera allar þessar bíómyndir, alla þessa tónlist og alla þessa sjónvarpsþætti. Því nú er gott að geta leitað í þetta, sér til sáluhjálpar.“

Mikilvægt að halda sér við

Palli segir tónleikana í kvöld tilvalið tækifæri til þess að halda sér við, en öllum viðburðum og tónleikum hefur verið frestað eða aflýst í ljósi samkomubanns vegna kórónuveirufaraldursins. 

„Ég lít á þetta sem tækifæri til að halda mér við. Ég er vanur undir eðlilegum kringumstæðum að syngja fyrir fólk kannski svona tvisvar, þrisvar í viku. Allt frá stórum böllum niður í persónulegar og litlar útfarir. Ég get ekki setið bara heima og þagað í tvo mánuði, maður verður að halda við röddinni rétt eins og íþróttamenn sem þurfa að finna leiðir til að geta styrkt sig á þessum tímum. Þetta er nákvæmlega það sem ég er að fara gera á eftir. Svo er þetta bara laugardagskvöld og þetta er hárrétt tónlist fyrir það.“

Palli fer í loftið á K100 klukkan 21.30 í kvöld.

Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 í …
Páll Óskar slær upp Pallaballi í beinni á K100 í kvöld.
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.