Byrjaður aftur með konunni 2 árum eftir skilnað

Shia LaBeouf.
Shia LaBeouf. AFP

Hollywood-stjörnurnar Shia LaBeouf og Mia Goth hafa sést kyssast og láta vel hvort að öðru undanfarna daga. Hjónin sóttu um skilnað fyrir tveimur árum en ástin virðist hafa kviknað aftur.

LaBeouf var með giftingahringinn á sér á Óskarsverðlaununum í febrúar. Þau staðfestu síðan samband sitt að því er fram kemur á vef Daily Mail með nokkrum innilegum kossum um helgina. Á laugardaginn sáust þau kyssast í almenningsgarði og á sunnudaginn sáust þau í hjólaferð í almenningsgarði. 

Hinn 33 ára gamli leikari og hin 26 ára gamla leikkona kynntust við tökur á kvikmyndinni Nymphomaniac árið 2012. Þau létu pússa sig saman í Las Vegas í október 2016 og greindi leikarinn frá hjónabandinu í spjallþætti Ellenar DeGeneres nokkrum vikum síðar. 

Mia Goth.
Mia Goth. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.