Helgi Björns fékk Þórólf til að gleyma COVID-19

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með ljósvakamiðlana nú um helgina og þeirra dagskrá sem létti mönnum mjög stundirnar og gerði það að verkum að hægt var að fara að tillögum Víðis og gleyma COVID-veirunni um stund.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í upphafi blaðamannafundar almannavarna í dag. Sjálfur nýtti hann tækifærið á laugardag og horfði á Helga Björnsson og Reiðmenn vindanna í beinni útsendingu, en hann efndi til kvöldvöku sem streymt var beint frá heimili hans í samstarfi við Sjónvarp Símans, K100 og mbl.is.

Helgi Björns og Salka Sól.
Helgi Björns og Salka Sól. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var frábær dagskrá og meira að segja mér tókst að gleyma COVID um stund og leið eins og ég væri á þjóðhátíð í brekkunni í Herjólfsdal,“ sagði Þórólfur. Vínlaus, að sjálfsögðu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis.

Síðustu tvo laugardaga hafa tónleikar Helga verið í beinni útsendingu klukkan átta, en með honum komu fram Reiðmenn vindanna, Salka Sól, Friðrik Dór og Vilborg Halldórsdóttir leikkona. Áhorfendum gafst kostur á að biðja Helga og félaga um óskalög á Twitter með myllumerkinu #heimamedhelga en engum sögum fer af því hvort Þórólfur hafi nýtt sér það.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.