Í sjálfskipaðri sóttkví á snekkjunni sinni

David Geffen hefur það notalegt á snekkju sinni.
David Geffen hefur það notalegt á snekkju sinni. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndaframleiðandinn og viðskiptamaðurinn David Geffen hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir taktleysi eftir að hann birti mynd af snekkju sinni á Instagram. 

Í færslunni á Instagram sagði Geffen að hann væri í sjálfskipaðri sóttkví á snekkju sinni við Grenadíneyjar Karíbahafi til að forðast að smitast af kórónuveirunni. Færslan hefur fengið mikla athygli og margir sakað hann um taktleysi á þessum erfiðu tímum. 

Geffen virðist nú hafa læst reikningi sínum á Instagram eða hreinlega eytt reikningnum. Eftir lifa þó skjáskot sem hafa fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður tími til að hefja einhvers konar nám. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja möguleika. Búðu þig undir að kynnast nýrri manneskju í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður tími til að hefja einhvers konar nám. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja möguleika. Búðu þig undir að kynnast nýrri manneskju í dag.