Kærastan handtekin fyrir heimilisofbeldi

Aaron Carter er með Melenie Martin flúrað á andlit sitt.
Aaron Carter er með Melenie Martin flúrað á andlit sitt. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Aaron Carter og kærasta hans Melenie Martin fóru að rífast á sunnudaginn með þeim afleiðingum að Martin var handtekin fyrir heimilisofbeldi. Carter sem lét húðflúra á sig nafn Martin fyrir nokkrum vikum er komin með nóg af Martin. 

Lögreglumenn voru kallaðir til á heimili Carter á sunnudaginn að því fram kemur á vef TMZ. Ástæða þess að lögreglan kom var heimilisofbeldi en rifrildi á milli þeirra þróaðist yfir í líkamlegt ofbeldi. Carter segir í samtali við TMZ að Martin hafi tjáð honum að hún væri ólétt. Hann trúir henni hins vegar ekki og telur hana ljúga. Lögregla segir Carter með sýnilega áverka á líkama sínum. 

Þrátt fyrir húðflúrið ætlar tónlistarmaðurinn ekki að byrja með Martin aftur. Hann hefur meðal annars tjáð sig um ofbeldið á Twitter. Þar segir hann að enginn eigi það skilið að að verða fyrir ofbeldi oft. Eitt skipti sé nóg. Segir hann einnig að hann voni að Martin fái þá hjálp sem hún þurfi. Enginn eigi skilið að verða fyrir ofbeldi hvorki konur né menn. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að gefa ekki loforð sem þú getur ekki staðið við. Þú ert eitthvað að velta fyrir þér að setjast í helgan stein. Athugaðu málin vel.