BÍÓ: Ástand kvikmyndabransans

Ísold Uggadóttir við tökur á Andið eðlilega.
Ísold Uggadóttir við tökur á Andið eðlilega. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Ísold Uggadóttir kvikmyndaleikstjóri er gestur fimmta þáttar kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ og ræðir um frestanir kvikmyndahátíða, áhrif þeirra og frestanir frumsýninga sem myndi hálfgerða stíflu. Hún bendir líka á að allur íslenski og erlendi kvikmyndabransinn sé frosinn, engar tökur yfirstandandi eða fram undan. „Maður veit ekki hvernig þetta endar en það sem er áhugavert er að þetta býr til meiri eftirspurn eftir myndum, eftir afþreyingu en á sama tíma er enginn að fara í tökur,“ bendir Ísold á.

Ísold segir leikstjóra glata ánægjunni af því að frumsýna í kvikmyndahúsi, í fullum bíósal, með því að setja myndir sínar beint á stafrænar leigur og því þyki það ekki góður kostur. „Ef þú ert að fara að frumsýna risastóra bíómynd viltu ekki týna henni því það sem getur gerst á Netflix og þessum veitum er að verkin týnist, þú færð ekki þetta svokallaða fan fare, þú vilt frumsýna með áhorfendum, með leikurum, að þetta verði viðhafnarsýning. Þú tapar öllu þessu ef þú droppar myndinni á einhverja veitu,“ segir Ísold. Fram undan sé hálfgerð stífla þar sem búið sé að fresta fjölda kvikmynda. 

Ísold var beðin um að mæla með efni til áhorfs í heimahúsum, þar sem bíóin eru lokuð, og nefndi hún sjónvarpsþættina Fosse/Verdon. Og talandi um veitur þá er margar ágætar kvikmyndir að finna þar, m.a. Marriage Story á Netflix og Roma. Farið er víðar í spjallinu og meðal annars rætt um áhugaverða kvenleikstjóra, eins og heyra má hér:

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður tími til að hefja einhvers konar nám. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja möguleika. Búðu þig undir að kynnast nýrri manneskju í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður tími til að hefja einhvers konar nám. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja möguleika. Búðu þig undir að kynnast nýrri manneskju í dag.