Steinunn Ólína býður í saumaklúbb

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir býður öllum áhugasömum prjónurum þessa lands í saumaklúbb. Steinunn Ólína var með beina útsendingu frá saumaklúbb á facebooksíðu Kvennablaðsins á fimmtudagskvöld og býður fleira fólki að vera með næst.

Í saumaklúbbinn á fimmtudaginn mættu þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristín Einarsdóttir. Þær Ólafía Hrönn og Kristín voru að prjóna en Steinunn Ólína saumaði út í gamlan kartöflupoka. Vinkonurnar töluðu mikið um handavinnu, íslenskan lopa og ástandið í heiminum. 

Við prófuðum að vera með saumó í beinni og ætlum að gera fleiri tilraunir. Eru einhverjir hér sem vilja vera memm næst?“ skrifar Steinunn Ólína í hópinn Handóðir prjónarar á Facebook. Innleggið fékk góð viðbrögð og margir til í að vera með. 

Steinunn Ólína, Ólafía Hrönn og Kristín í saumaklúbb.
Steinunn Ólína, Ólafía Hrönn og Kristín í saumaklúbb. skjáskot/Facebook

Í spilaranum hér að neðan má horfa á streymið. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.