Bretadrottning í Daða-kjól

Drottningin tekur sig vel út í Daða-kjól með mynd af …
Drottningin tekur sig vel út í Daða-kjól með mynd af sér. Samsett mynd

Elísabet Bretadrottning flutti ávarp til bresku þjóðarinnar í gær. Liturinn á kjólnum sem drottningin var í er afar líkur litnum á Daða-peysunum. Eldheitir aðdáendur Daða sáu sér leik á borði og breyttu kjól drottningar þannig að kjóllinn líktist Daða-peysunum. 

Það eru ekki bara aðdáendur Daða á Íslandi sem eru sannfærðir um að hann hefði unnið Eurovision í ár ef keppninni í Rotterdam hefði ekki verið aflýst. Nú grínast aðdáendur úti í heimi með það að Elísabet Bretadrottning sé einnig mikill aðdáandi Daða. 

Mynd af drottningunni var að sjálfsögðu breytt í tölvu og hún var líklega ekki að senda leynileg eurovisionskilaboð með fatavali sínu. Það má þó velta því fyrir sér hvort drottningin hefði kosið Daða og Gagnamagnið ef keppnin hefði farið fram í vor. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.