Kýs frekar lítil typpi

Tiffany Haddish er hreinskilin.
Tiffany Haddish er hreinskilin. AFP

Grínleikkonan Tiffany Haddish var gestur Jödu Pinkett Smith í umræðuþættinum Red Table Talk á Facebook á dögunum. Þar talaði Haddish meðal annars opinskátt um stefnumótalífið og hvað hún vill þegar kemur að karlmönnum. 

„Ég kýs frekar lítil typpi af því mér finnst lítil virða þig,“ sagði Haddish. „Þeir eru góðir. Þeir kaupa handa þér fallegar gjafir. Þeir fara með þig á flotta staði. Þeir koma og þrífa húsið, gera við bílinn þinn. Lítil typpi eru þjónustutyppi.“

Haddish hafði einnig skoðun á stórum typpum og talaði ekki jafnfallega um þau. „Stór typpi sýna óvirðingu. Þeir gera bara það sem þeir vilja. Þeir þrífa ekki eftir sig.“

Einhleypt fólk sem er að leita sér að lífsförunaut þarf að hugsa í lausnum á meðan kórónuveirufaraldurinn er í gangi. Haddish segist vera á stefnumótaforritinu Bumble. Hún horfir á sjónvarpið með mönnum sem hún hittir í gegnum FaceTime. Hún eldar einnig á meðan þeir horfa og svo elda þeir á meðan hún horfir á. 

Ásamt þeim Haddish og Pinkett Smith voru leikkonurnar Regina Hall og Queen Latifah með í umræðunum en konurnar léku allar saman í kvikmyndinni Girls Trip sem kom út árið 2017. 

Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.