Sjötug og klæðir sig eins og unglingur

Vera Wang klæðist sportlegum fötum í sóttkví.
Vera Wang klæðist sportlegum fötum í sóttkví. Skjáskot/Instagram

Tískuhönnuðurinn Vera Wang er ung í anda og er ekki hrædd við að klæða sig eins og unglingur. Wang verður 71 árs gömul í sumar en það er ekki að sjá á henni. 

Tískuhönnuðurinn hefur verið í sóttkví í Miami í Bandaríkjunum þótt hún sé búsett í New York. Hún sagði í viðtali við Harper's Bazaar að hún og tískuteymið hennar hafi fest í Miami eftir að þau komu heim frá tískuvikunni í París. Wang segir að það hafi þó verið skemmtilegt. 

„Þau eru öll í mjög góðu formi og þar af leiðandi hef ég tekið æfingu með þeim flestalla daga,“ sagði Wang. 

Wang segist hafa fengið tíma í sóttkvínni til að leika sér með fötin sín, sem sé tækifæri sem fæstir fatahönnuðir fái undir eðlilegum kringumstæðum. 

Wang er hrifin af Adidas.
Wang er hrifin af Adidas. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Wang er ekki feimin við að teygja sig yfir í …
Wang er ekki feimin við að teygja sig yfir í unglingatískuna. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.