Mary-Kate Olsen sækir um skilnað

Mary-Kate Olsen vill skilnað.
Mary-Kate Olsen vill skilnað. Skjáskot

Leikkonan Mary-Kate Olsen hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Olivier Sarkozy. Olsen hefur farið fram á neyðarheimild til að sækja um skilnaðinn en dómstólar í New York í Bandaríkjunum hafa ekki tekið við skilnaðarmálum vegna kórónuveirunnar síðustu vikur. 

Olsen og Sarkozy gengu í það heilaga árið 2015 en þau byrjuðu í sambandi árið 2012. Þau hafa að mestu haldið sambandi sínu úr fjölmiðlum. 

Samkvæmt heimildum TMZ fengu lögfræðingar Olsen tölvupóst frá lögfræðingum Sarkozy þar sem farið var fram á að Olsen flytti út úr íbúð þeirra hjóna í New York fyrir 18. maí. Lögfræðingar Olsen hafa farið fram á að fresturinn verði lengdur til 30. maí þar sem Olsen geti ekki flutt út vegna útgöngubanns. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.