Eurovision-myndin frumsýnd í júní

Norton og Ferrell í spjallþættinum í gær.
Norton og Ferrell í spjallþættinum í gær. Skjáskot

Nýja Eurovision-myndin með Will Ferrell í aðalhlutverki verður frumsýnd 26. júní.

Ferrell greindi frá þessu í spjallþætti Grahams Nortons á BBC í gærkvöldi, að því er RÚV greindi frá.

Myndin, sem verður sýnd á Netflix, var að hluta til tekin upp hér á landi.

Norton og Ferrell ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað og dró leikarinn fram minjagripi úr kvikmyndum sem hann hefur leikið í á ferli sínum.

Skemmst er að minnast þess þegar Ferrell tilkynnti sigurvegarann í stigakeppni sem var haldin í þættinum Okkar 12 stig á RÚV.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.