Vandræði hjá Fox og Green?

Megan Fox og Brian Austin Green.
Megan Fox og Brian Austin Green. Skjáskot

Hjónaband leikkonunnar Megan Fox og Brian Austin Green virðist á þunnum ís eftir að leikkonan sást með öðrum manni fyrir helgi.

Fox sást á rúntinum með rapparanum Machine Gun Kelly í Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum á föstudag. 

Fox og rapparinn eru bæði með hlutverk í Midnight in The Switchgrass, þótt framleiðsla á kvikmyndinni sé ekki hafin vegna kórónuveirunnar. 

Fox átti afmæli daginn eftir og þótti mörgum afmæliskveðja Green til eiginkonu sinnar gefa til kynna að vandamál væru í hjónabandinu. 

„Fiðrildin verða á endanum leið á því að sitja á blómi of lengi. Þeim finnst þau fá ekki nægt andrými. Það er stór heimur þarna úti og þau vilja upplifa hann,“ skrifaði Green í kveðju sinni til Fox.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vandræði banka á dyrnar hjá Fox og Green. Þau kynntust fyrst árið 2004 og trúlofuðu sig árið 2006. Þau slitu trúlofuninni árið 2009 en trúlofuðu sig aftur skömmu seinna og gengu í það heilaga árið 2010.

Fox sótti svo um skilnað árið 2015 en ekkert varð þó úr skilnaðinum. Þau eiga þrjá syni saman, þá Journey River, Bodhi Ransom og Noah Shannon.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að sýna meiri hugkvæmni til þess að leysa það vandamál, sem nú brennur á þér. Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhalds félagsskapurinn þinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að sýna meiri hugkvæmni til þess að leysa það vandamál, sem nú brennur á þér. Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhalds félagsskapurinn þinn.