Eiginkona söngvara Iron Maiden látin

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden.
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden. AFP

Paddy Bowden, eiginkona söngvarans Bruce Dickinson úr Iron Maiden, fannst látin á heimili hjónanna á mánudaginn að því fram kemur á vef Independent. Hjónin voru skilin að borði og sæng. 

„Þetta er hræðilegur harmleikur sem virðist vera sorglegt slys,“ sagði hinn 61 árs gamli Dickinson í yfirlýsingu. Dickinson sagði jafnframt að hann og börnin þeirra þrjú væru miður sín. Af virðingu við Bowden ætlaði hann ekki að tjá sig frekar. 

Bowden lést á heimili hjónanna í London. Sjúkrabílar voru sendir á staðinn en Bowden er látin þegar fyrsti sjúkrabíllinn mætti á svæðið. 

Hjónin hættu saman í fyrra eftir 29 ára langt samband. Dickinson hefur verið aðalsöngvari Iron Maiden síðan árið 1981 ef frá eru talin sex ár á tíunda áratugnum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að sýna meiri hugkvæmni til þess að leysa það vandamál, sem nú brennur á þér. Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhalds félagsskapurinn þinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að sýna meiri hugkvæmni til þess að leysa það vandamál, sem nú brennur á þér. Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhalds félagsskapurinn þinn.