Stjörnuspá mán. 6. apr. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Festa þín gerir það að verkum að enginn reynir að andmæla þér. Farðu varlega í undirritun skjala, lestu smáa letrið.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú ert að undirbúa indælan og streitulausan dag. Sýndu þolinmæði, þú færist óðfluga nær markmiði þínu.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Tafir eru óumflýjanlegar á vissu verkefni. Þér verður boðið á stefnumót.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það er tímaeyðsla að reyna að breyta öðrum. Regluleg hreyfing og útivist er það besta sem þú veist. Passaðu samt að ofreyna þig ekki.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Gættu þess að halda útgjöldunum innan skynsamlegra marka og bíddu heldur með kaupin en að stofna til skulda. Kannaðu hvort þú getir aðstoðað einhvern.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Nú er komið að því að þú reynir eitthvað sem þú hefur aldrei upplifað áður. Börnin eru framtíðin, þess vegna er gott að vanda sig í uppeldinu.

Vog 23. september - 22. október

Ef þú átt lausa stund aflögu máttu vita, að þeir eru margir sem þurfa á aðstoð að halda. Einhver kemur í heimsókn og fyllir bæinn birtu.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Viðurkenndu fyrir þér hvað það er sem þú virkilega vilt. Þetta er þitt líf, það getur enginn lifað því fyrir þig. Tiltekt í geymslunni er næsta verkefni þitt.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Haltu áfram með það sem skiptir þig máli. Lausnin er innan seilingar og kemur skemmtilega á óvart.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Það er eins og allt leiki í höndunum á þér og því skaltu nýta þér byrinn. Hafðu augu og eyru opin svo þú missir ekki af neinu. Fólk er að fylgjast með þér.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þótt gott sé að hafa reglurnar á hreinu, verður þú líka að geta gripið til sérstakra ráðstafana, þegar óvæntir atburðir verða. Veldu það besta og láttu hitt lönd og leið.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú finnur fyrir auknum kröfum frá fjölskyldunni í dag. Reyndu að sýna samstarfsfólki þínu þolinmæði og gættu þess að segja ekkert í fljótfærni sem þú munt sjá eftir síðar.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og