Stjörnuspá lau. 25. jan. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Naut 20. apríl - 20. maí

Flýttu þér hægt. Sláðu striki yfir leiðindamál úr fortíðinni og horfðu fram á við. Ekki fylgja straumnum líkt og flestir aðrir.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þín bíður gáskafullur og rómantískur tími. Gefðu þér tíma til að spjalla við eldri borgarana. Þú færð storminn í fangið í stuttan tíma.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú þarft að leysa ákveðið mál heima fyrir og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Þú ert með stjörnur í augunum gagnvart vissri manneskju.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Það er ástæðulaust að efast um allar sínar ákvarðanir. Ástarsamband er komið í strand og þú veist það. Gerðu eitthvað í málunum fyrr en seinna.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsynleg þessa dagana. Einhver nákominn þér lendir í vandræðum en vill ekki biðja um hjálp. Gáðu hvað þú getur gert.

Vog 23. september - 22. október

Varastu að láta aðra ráðskast með líf þitt þótt viðkomandi þykist vita betur. Þú leggur allt í sölurnar fyrir börnin þín.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Láttu ekki hugfallast heldur gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á líf þitt. Það er í lagi að sitja með hendur í skauti af og til.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Það skiptast á skin og skúrir í lífinu, þú heldur alltaf í bjartsýnina sama hvað gengur á.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Áætlanir þínar ætla bersýnilega ekki að ganga eftir. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Það er hætt við að þú lendir í deilum við vin. Leggðu spilin á borðið og málið mun leysast farsællega.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú þarft á allri inni þolinmæði að halda í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Vertu því ekki afundin/n þótt aðrir bendi þér á það sem betur má fara.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og