Stjörnuspá mið. 8. júl. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Naut 20. apríl - 20. maí

Ástarböndin hafa ekki slitnað, bara teygst á þeim. Sýna skoðunum annarra virðingu þótt þú sért ósammála þeim.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Vinur segir eða gerir eitthvað sem kemur þér verulega á óvart. Sestu niður og gaumgæfðu allar hliðar mála.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Nú er lag að eiga góða stund með vinum og vandamönnum. Taktu eftir persónunni sem glóir í návist þinni og taktu eitt skref í áttina til hennar.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú átt gott samtal við einhvern sem þér þykir mjög vænt um. Notaðu daginn og farðu í leikhús, á íþróttaviðburð eða í bíó.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Ef þú vilt sinna sambandi sem er þér mikilvægt vel, þarftu að breyta forgangsröðinni. Lestu í tilfinningalega þýðingu samskipta í stað þess að rýna í orðin.

Vog 23. september - 22. október

Sýndu þá kurteisi að þakka öðrum framlag þeirra til velgengni þinnar. Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú veist að þú ert á réttri leið og gefur ekkert eftir. Reyndu frekar að vinna svo að þeir geti ekki annað en viðurkennt þig.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú velur þér yfirleitt vini sem þú getur litið upp til. Boltinn er í þínum höndum og því er best að koma sér að verki.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Það sem gerist seinni partinn munt taka nokkrar vikur að leysa. Hristu af þér slenið og haltu ótrauður áfram.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Reyndu að eiga stund með foreldrum þínum í dag. Hversdagurinn verður að skáldsögu. Horfðu á fréttir, lestu blöð, bækur eða hvaðeina sem eykur þekkinguna.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú ert sérstaklega jákvæð/ur og það er langt síðan þú hefur verið jafn bjartsýn/n og þú ert nú. Pældu vel í hvaðan þú kemur, svo þú vitir upp á hár hvert þú ættir að stefna.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og