Rodman tók lagið fyrir Kim Jong-un

Bandaríski körfuboltamaðurinn Dennis Rodman söng í dag afmælissönginn fyrir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir framan þúsundir manna í höfuðborginni Pjongjang. 

Rodman sagði við þetta tækifæri að Kim, sem var viðstaddur ásamt eiginkonu sinni, væri besti vinur sinn.

Þetta er í fjórða sinn sem Rodman sækir N-Kóreu heim. Að þessu sinni verður leikinn körfubolti í tilefni afmælisins. 

Rodman hefur brugðist hart við ummælum mannréttindasamtaka sem gagrýna heimsókn hans til N-Kóreu. Bandarísk yfirvöld hafa sagt að Rodman sé ekki fulltrúi bandarísku þjóðarinnar í þessum heimsóknum hans. 

Um 14.000 manns fylgdust með á íþróttaleikvangi í Pjongjang í dag er Rodman tók lagið fyrir leiðtgann. 

Dennis Rodman er góðvinur Kim Jong-un.
Dennis Rodman er góðvinur Kim Jong-un. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.