Lögreglumaður sekur um morð

Lögreglumaðurinn Jason Van Dyke í dómsalnum.
Lögreglumaðurinn Jason Van Dyke í dómsalnum. AFP

Hvítur lögreglumaður hefur verið dæmdur sekur fyrir að hafa myrt svartan táning árið 2014 en málið hefur vakið mikla athygli í borginni Chicago í Bandaríkjunum.

Jason Van Dyke, skaut hinn 17 ára Laquan McDonald sextán sinnum. Atvikið náðist á myndavél lögreglunnar og olli það miklu fjaðrafoki í borginni með tilheyrandi mótmælum sem stóðu yfir í marga mánuði. Lög­reglu­stjóri Chicago var lát­inn taka pok­ann sinn eft­ir að upp­tök­urn­ar voru birt­ar og þá var lagt til að tíu lög­reglu­mönn­um yrði sagt upp störf­um í tengsl­um við málið.

Tólf manna kviðdómurinn komst að niðurstöðu í málinu aðeins einum degi eftir að hann hóf störf. Van Dyke var fundinn sekur um morð af annarri gráðu. Hann var einnig fundinn sekur í sextán liðum fyrir líkamsárás en sýknaður af einni ákæru fyrir opinbert misferli.  

AFP
mbl.is