Lausir úr fangelsi eftir morð

Flóttamannabúðir rohingja í Búrma.
Flóttamannabúðir rohingja í Búrma. AFP

Sjö hermenn sem voru dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir að myrða 10 rohingja í Búrma (Mjan­mar) árið 2018 hafa verið látnir lausir úr fangelsi. Þeir myrtu bæði fullorðna menn og drengi. Blaðamennirnir sem greindu frá morðunum voru einnig dæmdir til fangelsisvistar og hlutu þeir sjö ára dóm. BBC greinir frá

Samkvæmt heimildum Reuters voru mennirnir leystir úr fangelsi í nóvember síðastliðinn. Sama ár eða 2018 féll dómur í málinu. 

Mennirnir eru þeir einu sem hafa verið sakfelldir fyrir ofsóknir og morð í garð rohingja í vesturhluta Rakín-héraði frá árinu 2017.  

Yfir 700 þúsund manns hafa flúið landið eftir að ofsóknirnar hófust.  

Blaðamennirnir tveir, Wa Lone og Kyaw Soe Oo eru einnig lausir úr fangelsi. Þeir sátu í 16 mánuði. Þeir voru handteknir áður en frétt þeirra um morðin birtust.  

Wa Lone til vinstri og Kyaw Soe Oo voru glaðir …
Wa Lone til vinstri og Kyaw Soe Oo voru glaðir þegar þeir voru látnir lausir úr fangelsi 7. maí. AFP
mbl.is